Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sáttmáli ESB um grundvallarréttindi - 684 svör fundust
Niðurstöður

Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?

Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun vill...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum árið 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör ársins 2012 á Evrópuvefnum: Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi? Eru Kínverjar að kaupa upp Evrópu? Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu? Helstu sáttmálar ESB Helstu stofnanir ESB...

Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?

Þegar talað er um svissnesku leiðina eða svissnesku lausnina í samskiptum ríkja við Evrópusambandið er verið að vísa til tvíhliða samninga Sviss við ESB um aðgang að innri markaði sambandsins. Fullveldissjónarmið réðu því að Sviss kaus á sínum tíma að taka ekki þátt í EES-samstarfinu og leita heldur eftir tvíhliða...

Njóta Færeyjar einhverra tengsla við ESB gegnum samband sitt við Danmörku?

Færeyjar eru eitt þriggja sjálfstjórnarsvæða á Norðurlöndunum en eyjarnar tilheyra formlega Danmörku. Færeyjar eiga ekki aðild að Evrópusambandinu þar sem Landsþing Færeyja, æðsta stjórnvald landsins, ákvað að standa fyrir utan sambandið þegar Danmörk gekk í það árið 1973. Það voru einkum tveir þættir sem réðu...

Uppfyllir Ísland Maastricht-skilyrðin núna?

Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru eru fimm talsins. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands frá árinu 2011 uppfyllir Ísland aðeins eitt af Maastricht-skilyrðunum en það er skilyrðið um langtímavexti. Áætlanir gera ráð fyrir því að á allra næstu árum muni Ísland einnig uppfylla skilyrðin um verðstöðugleika og afkom...

Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?

Sem stendur er unnið að mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB. Helstu áherslur snúa að fullu forræði Íslendinga í stýringu veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, þar sem byggt verði á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; óbreyttu framlagi sjávarútveg...

Munu almenningssamgöngur verða betri og hraðari og verða hér lestasamgöngur ef við göngum í ESB?

Ákvarðanir um það hvort hér verði byggt upp lestarkerfi eða viðbætur gerðar á íslensku samgöngukerfi eru óháðar mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef íslensk stjórnvöld ákveða að koma á fót lestarkerfi hérlendis mundi það þurfa að fylgja reglum Evrópusambandsins um lestasamgöngur, hvort sem við værum í E...

Gæti Evrópusambandið tekið upp á því að breyta umferðarlögum í aðildarríkjunum, til dæmis bannað hringtorg, bannað vinstri beygjur, sett 25 km hámarkshraða og breytt öllum umferðarskiltum?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með vald til að breyta umferðarreglum í aðildarríkjum sínum. Hins vegar getur Evrópusambandið mælt fyrir um ráðstafanir til að bæta umferðaröryggi sem heyrir undir stefnu sambandsins í samgöngumálum. Löggjöf ESB á því sviði hefur nánast undantekningarlaust veri...

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sj...

Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB?

Já, einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildar...

Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?

Engar reglur eru til í Evrópusambandinu sem kveða á um hámarkshlutfall virðisaukaskatts (VSK). Íslenskum stjórnvöldum yrði því ekki gert að lækka hlutfall innlends virðisaukaskatts við aðild að Evrópusambandinu. Töluverð samræming hefur þó átt sér stað milli aðildarríkja ESB á sviði virðisaukaskatts, meðal annars ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í mars 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör marsmánaðar árið 2014 á Evrópuvefnum: Eru til dæmi um varanlegar undanþágur eins og já-sinnar vilja meina að við getum fengið í aðildarviðræðum við ESB? Helstu sáttmálar ESB Helstu stofnanir ESB Hver er munurinn á varanlegum undanþágum og sérlausn...

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

Umsóknarríki

Umsóknarríki (e. candidate country) að Evrópusambandinu eru þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu og uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið. Ríki verður formlega umsóknarríki þegar umsókn um aðild að ESB hefur verið samþykkt af leiðtogaráðinu á grundvelli tilmæla frá framkvæmdastjórninni. Þegar þetta ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í febrúar 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Er það rétt sem haldið hefur verið fram í áberandi auglýsingum að lántakandi í „Evrulandi“ árið 2006 skuldi nú aðeins um þriðjung þess sem sá skuldar sem tók lán hjá Íbúðalánasjóði á sama tíma? Hvernig vitum ...

Leita aftur: